Kynning

Húsavík

Sterkari miðbær

Kynning á hugmyndum Gb5 ehf.

Eftirfarandi er kynning á þeim hugmyndum og útfærslum sem Gb5 ehf. hefur unnið að síðastliðin ár með það að markmiði að búa til sterkari miðbæ á Húsavík í kringum gömlu kaupfélagshúsin. Vinnan hefur alla tíð snúist um að nýta þau tækifæri sem sannanlega búa í miðbænum.

Nú er ljóst að framkvæmdunum verður frestað, þar sem ekki náðist samkomulag við skipulagsyfirvöld Norðurþings um útfærslu verkefnisins innan settra tímamarka Gb5 ehf.

Við viljum samt sem áður kynna hugmyndirnar fyrir áhugasömum og vonum að þær verði innlegg í jákvæða umræðu um framtíð miðbæjarins á Húsavík.

Markmið

Markmið

 • Útbúa nýtt mannlífsrými í miðbæ Húsavíkur
 • Útfæra betri aðstöðu fyrir verslun og þjónustu í bænum
 • Búa til fallegt umhverfi í takti við það sem fyrir er
 • Byggja á sögulegum grunni verslunar og þjónustu á staðnum
 • Blanda saman með nýjum hætti fjölbreyttri starfsemi og íbúðum
Myndir

Myndir

 • Byggt í samfellu og tengslum við umhverfið en hæfilega aðgreint frá Kaupfélagshúsinu
 • Nýju húsin brotin upp í smáar einingar, til að fela stærð þeirra og halda Kaupfélagshúsinu sem „stóra húsinu“
 • Falleg viðbót við fræga bæjarmynd
 • Húsin hafa náttúrulegt form með sterka tilvísun í „burstabæinn“

 1. Nýju húsin 1. Ný verslunarrými við Garðarsbraut
 2. Íbúðir á efstu hæð Kaupfélagshússins
 3. Opin jarðhæð við aðalgötu


 1. Götumynd felur stærð hússins
 2. Fjölbreytt starfsemi á öllum hæðum


 1. Mannlífsrými
 2. Nýr matvörumarkaður
 3. Nýjar íbúðir við Ketilsbraut

Hafðu samband

Hafðu samband

Hafi einhverjir áhuga á að kynna sér hugmyndir okkar nánar eða fá frekari upplýsingar, þá endilega hafið samband á netfangið gb5@gb5.is.

Ítarlegri umfjöllun um hugmyndirnar má finna hér í pdf skjali:

Ítarleg kynning

Fyrir hönd Gb5 ehf.
Hlöðver Stefán Þorgeirsson & Þorgeir Björn Hlöðversson